top of page

Sýningar, námskeið, stökkpallar og hjólaskemmtun á hátíðir

VELKOMIN Á HEIMASÍÐU BMX BRÓS

Logo.png
IMG_0261.HEIC

Sýningar og skemmtun

Hjólasýningar BMX BRÓS eru það sem þeir eru þekktastir fyrir og hafa þeir mætt á hátíðir, í skóla, bæjarfélög, frístundamiðstöðvar og einkaviðburði síðan árið 2015. Sýningarnar eru orkumikil og mögnuð upplifun fyrir áhorfendur á öllum aldri. BMX BRÓS geta lofað því að enginn fer ósnortinn af slíkri skemmtun.

IMG_0034.JPG

Námskeið og þrautabrautir

BMX BRÓS bjóða upp á að mæta í sveitafélög, skóla og fyrirtæki og vera með námskeið, þrautabrautir og kennslu fyrir krakka á öllum aldri. Námskeiðin geta verið frá 1 klst upp í eins langan tíma og hentar. Þátttakendur læra grundvallaratriðin, mikilvægi þess að hita upp og teygja, prófa að stökkva og enda svo í skemmtilegri tímatöku í þrautabraut með allskyns áskorunum.

peysa rauð.jpg

Fatnaður og varningur

BMX BRÓS fatnaður og varningur er ansi vinsæll, sér í lagi hjá ungu kynslóðinni. Á boðstólnum eru hettupeysur, stuttermabolir, hjálmar, húfur, buff og bucket hattar. Fatnaðurinn er til í nokkrum litum og hentar vel fyrir unga sem aldna orkubolta.

Skemmtun sem svíkur engan!

Um okkur

BMX BRÓS urðu til í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Ísland Got Talent árið 2015. Þar höfnuðu þeir í 2.sæti og heilluðu þjóð með áhættusömum kúnstum og orkumikilli framkomu. Þar voru þeir Benedikt og Magnús í fyrsta skiptið að gera listir á BMX hjólunum fyrir framan áhorfendur, fyrir keppnina höfðu þeir einungis horft á þetta magnaða sport sem áhugamál. Í kjölfarið opnuðust dyr inn í heim sýninga og kennslu. ​Vegna mikillar eftirspurnar fysta árið var honum Antoni bætt við í teymið. Síðan þá hafa þeir þrír verið ötulir við að sýna og kenna listir á hátíðum um land allt.

 

Sponsors

Styrktaraðilar BMX BRÓS

image.png
n1_logo_hvitt.png
örninn transparent.png
image.png
IMG_8443.JPG

Umsagnir

Við vorum í skýjunum, þið eruð náttúrulega alveg one of a kind! Það er svo aðdáunarvert hvað þið náið vel til krakkanna og gefið þeim góðan tíma og athygli, svo eru þið geggjaðar fyrirmyndir.

Menningarnótt

Ása Berglind - Verkefnastjóri Hörpu

Contact
bottom of page