Sniðnir að þínum þörfum
Stökkpallar eru af ýmsum stærðum og gerðum, en það gerir þá einmitt svo skemmtilega. Hvort sem stökkpallurinn er brattur og stuttur eða aflíðandi og langur, þá vefst slík smíði ekki í höndunum á okkur. Við hönnum og teiknum stökkpallinn upp áður en smíði hefst og þannig getur þú sem kaupandi fengið nákvæma vöru í hendurnar.
Fyrir byrjendur og lengra komna
Við búum yfir gríðarlegri þekkingu á því hvaða stökkpallur hentar hverju sinni. Stökkpallur er ekki bara stökkpallur og því er mikilvægt að upplýsa okkur um notagildi hans áður en smíði hefst. Þannig tryggjum við að byrjendur sem og lengra komnir haldi áfram að auka færni sína á öruggri og vandaðri vöru.
Sterkbyggðir og endingargóðir
Stökkpallarnir okkar eru smíðaðir til þess að höndla og endast í Íslenskum aðstæðum. Grindarefnið er úr gagnvörðu timbri og grindin hönnuð á þann hátt að hún þolir gríðarlegan höggkraft í stökki og lendingu.
Hliðarplötur eru sniðnar úr þykkum mótakrossvið og yfirborðsplötur eru dekkkrossviðsplötur sem tryggja mikið grip. Allar skrúfur eru undirsinkaðar og ryðfríar.