Námskeið og þrautabrautir
BMX BRÓS hafa síðan 2014 þjálfað og kennt ungum orkuboltum á BMX hjól. Bæði hafa þeir haldið sumarnámskeið, æfingar í Brettafélagi Hafnarfjarðar á veturna, mætt í sveitafélög og hátíðir með pop up námskeið og svo mætti lengi telja. BMX BRÓS eru með ÍSÍ þjálfararéttindi og hafa gríðarlega reynslu í námskeiða- og æfingahaldi.
Þeir geta mætt til ykkar með stökkpalla og allar græjur, sett upp flott námskeið með þrautum, stökkpöllum og gleði. BMX BRÓS eiga nokkur auka hjól og hjálma og geta komið með þau.

Upphitun
Hæfileg og góð upphitun er lykillinn að heilbrigðum hreyfingum og kemur í veg fyrir óþarfa meiðsli. Við hefjum öll okkar námskeið á skemmtilegum líkamsæfingum og mikilvægum hreyfiteygjum sem kemur blóðinu af stað.

Þrautabrautir
Námskeiðin innihalda frábærar þrautabrautir sem sniðnar eru að okkar iðkendum á skemmtilegan hátt. Vegasölt, krítaðar stöðvar og stökkpallar tryggja að færni, snerpa, einbeiting, stökkkraftur og jafnvægi eykst til muna.

Hentar öllum
Við búum yfir langri reynslu af þjálfun og uppsetningu hjólanámskeiða fyrir alla aldurshópa. Við leiðbeinum, hjálpum og kennum hverjum og einum eftir þeirra þörfum og tryggjum að allir iðkendur taki virkan þátt.

Hjálp og stuðningur
Okkar iðkendur búa yfir mismikilli reynslu og erum við mjög meðvitaðir um það. Við styðjum og hjálpum við allar okkar stöðvar, kennum rétta líkams - og hjólabeitingu og tryggjum þannig öryggi og aukið sjálfstraust iðkanda.